Fara beint í efnið

Ég er aldraður og tala litla íslensku en óska eftir aðstoð við að takast á við fíknivanda minn. Hvert leita ég?

Gott er að byrja á því að setja sig í samband við heilsugæslu eða heimilislækni varðandi aðstoð við niðurtröppun. Ef þörf er á inniliggjandi afeitrun skal setja sig í samband við SÁÁ, ýmist með því að hringja í síma 530-7600 eða skoða upplýsingar á heimasíðu samtakanna.

SÁÁ býður upp á göngudeildarstuðning, innliggjandi afeitrun á Vogi og eftirmeðferð á Vík. Ef þörf er á langtíma meðferð er hægt að sækja um hjá Krýsuvík og Hlaðgerðarkoti. Það er misjafnt milli meðferðarstofnana hversu vel er hægt að aðlaga efni meðferðar yfir á önnur tungumál, gott að spyrja meðferðaraðila stofnananna sjálfra.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Staf­rænt Ísland

Ertu með ábendingu eða spurningu?

Netspjall

Sími: