Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Heilsa, öryggi og vinnuumhverfi

Meðferð tilkynninga um einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni, kynbundið ofbeldi og annað ofbeldi

Taka skal tilkynningar um einelti og annað áreiti alvarlega og bregðast skjótt við. Hlusta á sjónarmið allra aðila og gæta trúnaðar og tillitssemi. Ef þess gerist þörf gæti verið rétt að afla upplýsinga frá öðru starfsfólki en álykta aðeins um tilvikið eða grípa til ráðstafana að vel athuguðu máli.

Fylgja ber leiðbeiningum og áætlunum sem liggja fyrir hjá stofnun.

Stjórnendur ríkisstofnana hafa ríkar skyldur varðandi málsmeðferð samanber viðmið um góða starfshætti ríkisstarfsmanna.

Við rannsókn mála verður að fara að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga. Í því samhengi þarf meðal annars að gæta að:

  • leiðbeiningareglu

  • rannsóknarreglu

  • andmælarétti

  • meðalhófi

Niðurstaða málsins gæti leitt til þess að grípa þurfi til aðgerða á grundvelli starfsmannalaga svo sem áminningar eða brottvikningar úr starfi.

Sjá einnig leiðbeiningar Vinnueftirlitsins.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.