Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Heilsa, öryggi og vinnuumhverfi

Vinnuumhverfi og Vinnueftirlitið

Mikilvægt er að starfsaðstæður starfsfólks séu í lagi og að skipulagning starfsumhverfisins taki mið af vinnuverndarlögunum en með þeim lögum er leitast við að tryggja:

  • Öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi, sem jafnan er í samræmi við félagslega- og tæknilega þróun

  • Skilyrði fyrir því að innan vinnustaðanna sjálfra sé hægt að leysa öryggis- og heilbrigðisvandamál, í samræmi við gildandi lög og reglur.

Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu. Á heimasíðu þess er að finna umfangsmiklar upplýsingar, leiðbeiningar og ítarefni um aðbúnað og hollustuhætti.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.