Mannauðstorg ríkisins: Heilsa, öryggi og vinnuumhverfi
Öryggisnefnd
Í fyrirtækjum, þar sem eru 50 starfsmenn eða fleiri, skal stofna öryggisnefnd. Starfsfólk kýs úr sínum hópi tvo fulltrúa og atvinnurekandi tilnefnir tvo fulltrúa.
Öryggisnefnd skipuleggur aðgerðir varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi innan vinnustaðarins, annast fræðslu starfsfólks um þessi efni og hefur eftirlit með því, að ráðstafanir er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi komi að tilætluðum notum.
Öryggistrúnaðarmenn og fulltrúar starfsfólks í öryggisnefnd njóta þeirrar verndar, sem ákveðin er í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur.
Val á öryggisvörðum, kosning öryggistrúnaðarmanna og tilkynning um þá til Vinnueftirlits ríkisins
Um val á öryggisvörðum og kosningu öryggistrúnaðarmanna er fjallað um í reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs. Þar greinir einnig að atvinnurekandiskuli tilkynna Vinnueftirliti ríkisins um þá aðila sem tilnefndir eru sem öryggisverðir og kosnir eru sem öryggistrúnaðarmenn. Þá segir að þeir sem undirbúa kosningu öryggistrúnaðarmanna, skulu tilkynna viðkomandi stéttarfélögum um sömu aðila.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.