Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Heilsa, öryggi og vinnuumhverfi

Skyldur forstöðumanna til að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi, áreiti og kynferðislega áreitni

Skyldur forstöðumanna til að fyrirbyggja að kynbundið ofbeldi, áreiti eða kynferðisleg áreitni geti átt sér stað koma fram bæði í vinnuverndarlöggjöfinni og jafnréttislöggjöfinni sem og reglugerðum sem á þeim byggja.

Vinnueftirlitið hefur eftirlit með framkvæmd áhættumats og reglugerðar um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Það hefur gefið út ýmiss konar leiðbeiningar og haldið námskeið um forvarnaáætlanir og áhættumat sem og um einelti, áreiti og viðbrögð við því.

Á vef Jafnréttisstofu er að finna hagnýtar upplýsingar og leiðbeiningar um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og kynferðislegri áreitni.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.