Mannauðstorg ríkisins: Heilsa, öryggi og vinnuumhverfi
Augn- og skjávernd starfsfólks
Vinnueftirlitið hefur sett reglur um skjávinnu á grundvelli vinnuverndarlaganna. Samkvæmt umræddum reglum gildir eftirfarandi:
Þurfi starfsfólk nauðsynlega á búnaði til sjónleiðréttingar að halda vegna skjávinnu sérstaklega, að mati augnlæknis, skal stofnun leggja því til slíkan búnað, þar á meðal sérstök gleraugu. Búnaðurinn telst eign stofnunar.
Telji augnlæknir nauðsynlegt að starfsfólk noti gleraugu með tví- eða fleirskiptum brennivíddum í stað sérstakra gleraugna fyrir skjávinnu, er eðlilegt að stofnun taki þátt í kostnaði við slík gleraugu.
Mikilvægt er að starfsfólk ræði við stofnun áður en gleraugu er keypt og hlíti leiðbeiningum hennar um hvernig skuli staðið að kaupunum. Stofnun ber ekki skylda til þess að taka þátt í kostnaði sé það ekki gert.
Stofnun ber aðeins að greiða þann lágmarksútbúnað sem unnt er að komast af með.
Hafi starfsfólk sérstakar óskir í þessum efnum, svo sem um sérstaka umgjörð eða gleraugu með fleirskiptum brennivíddum verður hlutur stofnunar kaupunum aldrei meiri en sem nemur þeim lágmarkskostnaði sem unnt hefði verið að komast af með.
Í mörgum tilvikum hafa stofnanir skilgreint einhverja hámarksupphæð sem þær styrkja starfsfólk til kaupa á skjágleraugum.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.