Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Heilsa, öryggi og vinnuumhverfi

Vinnuslys

Skilgreiningu á vinnuslysi er að finna vef Vinnueftirlitsins. En með vinnuslysi er átt við slys sem verður vegna eða við vinnu og leiðir til andláts eða heilsutjóns; líkamlegs eða andlegs.

Er starfsfólk einnig tryggt fyrir slysi sem það verður fyrir á beinni leið til og frá vinnu. Með beinni leið er átt við eðlilega leið, þ.e. starfsfólk sem stoppar t.d. í kjörbúð á leiðinni heim er tryggt frá vinnustað að kjörbúðinni en ekki frá kjörbúðinni og heim.

Stofnun ber að tilkynna vinnuslys til Vinnueftirlitsins í samræmi við lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Slys þar sem líkur eru á að starfsmaður hafi orðið fyrir langvinnu eða varanlegu heilsutjóni skal tilkynna Vinnueftirlitinu eigi síðar en innan sólarhrings.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.