Mannauðstorg ríkisins: Heilsa, öryggi og vinnuumhverfi
Kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni, kynbundið ofbeldi og annað ofbeldi
Kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni, ofbeldi og kynbundið ofbeldi er alvarlegt vandamál sem komið getur upp á vinnustöðum og stjórnendum ber skylda til að taka á. Slík hegðun er ekki eingöngu siðferðilega ámælisverð heldur getur verið lögbrot. Gildir þá einu hver á í hlut; forstöðumaður, samstarfsfólk eða einstaklingur sem starfsmaður hefur samskipti við vegna starfs síns.
Vinnueftirlitið hefur eftirlit með framkvæmd áhættumats og reglugerðar um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Það hefur gefið út ýmiss konar leiðbeiningar og haldið námskeið um forvarnaáætlanir og áhættumat sem og um einelti, áreiti, kynferðislega áreitni og viðbrögð við því.
Eitt af markmiðum jafnréttislaganna er að vinna gegn kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og kynbundnu ofbeldi.
Á vef Jafnréttisstofu er að finna hagnýtar upplýsingar og leiðbeiningar um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og kynferðislegri áreitni.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.