Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Heilsa, öryggi og vinnuumhverfi

Einelti

Einelti á vinnustöðum er alvarlegt vandamál sem stjórnendum ber skylda til að taka á. Einelti hefur víðtæk áhrif á þá sem fyrir því verða, bæði andlega og líkamlega og eru afleiðingar þess ekki aðeins slæmar fyrir þolendur heldur einnig fyrir vinnustaðinn í heild. Einelti getur haft margvísleg neikvæð áhrif á líðan starfsfólks, starfsánægju, metnað, fjarvistir og félagslegt starfsumhverfi.

Vinnueftirlitið hefur eftirlit með framkvæmd áhættumats og reglugerðar um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Það hefur gefið út ýmiss konar leiðbeiningar og haldið námskeið um forvarnaáætlanir og áhættumat sem og um einelti, áreiti og viðbrögð við því.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.