Mannauðstorg ríkisins: Heilsa, öryggi og vinnuumhverfi
Reglur um vernd uppljóstrara
Í lögum um vernd uppljóstrara er kveðið á um heimild fyrir starfsfólk til að greina frá upplýsingum eða miðla gögnum í góðri trú um að brot á lögum eða önnur ámælisverð háttsemi hafi átt sér stað í starfsemi vinnuveitanda þess. Nær heimildin til aðila innan vinnustaðarins eða til lögregluyfirvalda eða annarra opinberra eftirlitsaðila sem við eiga, til dæmis umboðsmanns Alþingis, ríkisendurskoðanda og Vinnueftirlitsins.
Ríkari skyldur eru lagðar á starfsfólk ríkis og sveitarfélaga eða fyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu hins opinbera þar sem því er ekki einungis heimilt heldur skylt að greina frá ámælisverðri háttsemi verði það hennar vart.
Miðlun upplýsinga eða gagna að uppfylltum tilteknum skilyrðum telst ekki brot á þagnar- eða trúnaðarskyldu starfsfólks.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.