Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Heilsa, öryggi og vinnuumhverfi

Öryggistrúnaðarmaður og öryggisfulltrúi

Á vinnustöðum þar sem þar sem starfa 10 eða fleiri, skal atvinnurekandi tilnefna einn aðila af sinni hálfu öryggisvörð og starfsfólk skal tilnefna annan úr sínum hópi öryggistrúnaðarmann. Þau skulu í samvinnu fylgjast með því, að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað séu í samræmi við lög.

Helstu verkefni öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða eru að:

  • taka þátt í gerð áhættumats og fylgja því eftir ásamt atvinnurekanda

  • kynna fyrir starfsfólki þá áhættu, sem er á vinnustaðnum að því er varðar öryggi þeirra og heilsu, og sjá til þess að þeir fái nauðsynlega fræðslu og þjálfun

  • fylgjast með því að ekki viðgangist einelti á vinnustaðnum

  • vélar og tæknibúnaður, hættuleg efni og starfsaðferðir stofni ekki lífi og heilsu starfsfólks í hættu

  • gæta þess að persónuhlífar séu til staðar, í góðu ástandi og notaðar í samræmi við reglur

  • fylgjast með að skráningu slysa, óhappa og atvinnusjúkdóma sé sinnt

Öryggistrúnaðarmenn og fulltrúar starfsfólks í öryggisnefnd njóta þeirrar verndar, sem ákveðin er í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur.

Val á öryggisvörðum, kosning öryggistrúnaðarmanna og tilkynning um þá til Vinnueftirlits ríkisins

Um val á öryggisvörðum og kosningu öryggistrúnaðarmanna er fjallað um í reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs. Þar greinir einnig að atvinnurekandiskuli tilkynna Vinnueftirliti ríkisins um þá aðila sem tilnefndir eru sem öryggisverðir og kosnir eru sem öryggistrúnaðarmenn. Þá segir að þeir sem undirbúa kosningu öryggistrúnaðarmanna, skulu tilkynna viðkomandi stéttarfélögum um sömu aðila.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.