Leiðbeinandi ferli fyrir áminningu starfsmanns vegna brota á starfsskyldum.
Áminningar eiga bæði við um starfsfólk og embættismenn samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins en réttaráhrif þess eru mismunandi eftir því hvort embættismaður eða almennur starfsmaður á í hlut.
Áminningar
Samkvæmt 21.grein laganna skal áminna starfsfólk hafi það sýnt í starfi sínu
óstundvísi eða aðra vanrækslu
óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns
vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi
ófullnægjandi árangri í starfi
ölvun í starfi
ósæmilega framkomu eða athafnir í starfi eða utan þess (óhæfileg eða ósamrýmanlegar starfinu)
Tilgangur skriflegrar áminningar er tvíþættur:
Að bregðast við ávirðingum með því að ávíta starfsmann/embættismann.
Að aðvara starfsmann/embættismann um að honum kunni að vera sagt upp störfum/hann leystur frá störfum um stundarsakir og eftir atvikum að fullu, bæti hann ekki ráð sitt, annað hvort með því að bæta háttsemi sína eða verða ekki aftur valdur að sambærilegum ávirðingum.
Forstöðumaður stofnunar fer með starfsmannamál stofnunar. Hann getur þó framselt valdið til annarra stjórnenda innan stofnunar enda sé það gert með skriflegum hætti og tilkynnt starfsfólki. Sjá nánar í 50. grein starfsmannalaga.