Mannauðstorg ríkisins: Samskipti og endurgjöf
Samskipti og samskiptasáttmáli
Góð samskipti á vinnustað eru lykill að jákvæðu samstarfi og árangri. Því er samskiptafærni afar mikilvæg þegar kemur að samstarfi. Mótun samskiptasáttmála hefur reynst mörgum ríkisstofnunum afar gagnlegt til að byggja upp góð samskipti og jákvæða vinnustaðarmenningu.
Á vef Heilsuveru er eftirfarandi sett fram um samskipti: Í góðum samskiptum er gott að hafa eftirfarandi í huga:
Skiptumst á að tala
Hlustum með athygli á aðra
Grípum ekki fram í fyrir öðrum
Verum skýr og segjum það sem okkur finnst
Virðum skoðanir annarra
Sýnum tillitssemi
Forðumst niðrandi talsmáta, ásakanir, uppnefningar, að grípa fram í og setja viðmælanda afarkosti.
Á velvirk eru margar ábendingar um samskipti og samskiptaleiðir. Einnig eru gagnlegar upplýsingar um samskipti, upplýsingagjöf og boðleiðir á vef Vinnueftirlitsins.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.