Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Samskipti og endurgjöf

Stofnun ársins

„Stofnun ársins“ er starfsánægjukönnun sem framkvæmd er í samvinnu fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Þróunar- og símenntunarsjóði Sameykis. Könnunin er lögð fyrir allt starfsfólk ríkisins og er stofnunum að kostnaðarlausu. Markmiðið er að skapa hvetjandi vinnuumhverfi og veita stjórnendum upplýsingar um stöðu sinna stofnana í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Skapast þannig tækifæri fyrir stjórnendur til að vinna markvisst að umbótum í stjórnun og starfsumhverfi.

Könnunin veitir mikilvægar upplýsingar um stöðu mannauðsmála og niðurstöður hennar nýtast við stefnumótun í mannauðsmálum og stjórnun. Spurt er um traust til yfirmanna, virðingu fyrir starfsfólki, stolt gagnvart stofnuninni, vinnuskilyrði, vinnuálag, vinnutíma, launakjör, starfsanda og fleira.

Niðurstöður úr stofnun ársins

Hver stofnun um sig fær skýrslu um sína niðurstöðu og stjórnendum er boðinn fundur þar sem nánar er farið yfir niðurstöður. Reynslan sýnir að stofnanir sem bregðast við og nýta niðurstöðurnar með markvissum hætti ná betri árangri í mannauðsmálum.

Ýmsir möguleikar eru í boði fyrir þær stofnanir sem vilja nýta niðurstöðurnar úr „Stofnun ársins“ til breytinga og umbóta. Stofnanir geta sótt um styrki fyrir ýmis konar starfsþróunarverkefni sem geta eflt starfsemi stofnunar og aukið ánægju starfsmanna. Stofnun sækir þá beint til fræðslusjóða sem reknir eru sameiginlega af stéttarfélögum og fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.