Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Samskipti og endurgjöf

Markmið starfsmannasamtals

Starfsmannasamtal á að vera faglegt og uppbyggilegt. Það á að stuðla að því að starfsmaður þróist í takt við starfsemi stofnunar og að verkefni séu unnin í samræmi við réttindi og skyldur hvers og eins. Góður undirbúningur beggja aðila er afar mikilvægur til að samtalið takist vel.

Starfslýsing er höfð til hliðsjónar og er hún uppfærð ef breytingar hafa orðið á starfssviði. Í starfsmannasamtali er farið yfir lykilþætti starfsins og frammistaða rædd með kerfisbundnum hætti. 

Með stöðluðum og reglubundnum starfsmannasamtölum skapast vettvangur til að ræða starfið, frammistöðu og starfsumhverfið. Þegar vel er staðið að undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni starfsmannasamtala eru kostir þeirra ótvíræðir.

Traust á milli stjórnenda og starfsfólks eykst, starfsfólk fær tækifæri til þess að tjá sig um eigin frammistöðu og líðan í starfi. Starfsmannasamtal hefur líka þann kost að draga úr ósamræmi í væntingum með því að skýra hlutverk starfsfólks, hvaða kröfur séu gerðar til þess og hvernig það hefur staðið sig hingað til.

Helstu markmið starfsmannasamtals eru að:

  • Veita starfsmanni tækifæri til að ræða starf sitt við næsta stjórnanda með markvissum hætti.

  • Sameiginlegur skilningur milli einstaka starfsmanns og næsta stjórnanda fáist á markmiðum stofnunar og hlutverki hvers og eins starfsmanns.

  • Tryggja að kröfur og væntingar séu skilgreindar og að samráð sé haft um umbætur þar sem þeirra er þörf.

  • Ræða líðan starfsmanns, samskipti og helstu verkefni.

  • Ræða framtíðaráform starfsmanns og setja markmið fyrir komandi misseri.

  • Taka ákvörðun um starfsþróun fyrir komandi tímabil, gera starfsþróunaráætlun fyrir starfsmann.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.