Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Samskipti og endurgjöf

Hagnýt ráð fyrir starfsmannasamtöl

Eftirfarandi þættir auka árangur starfsmannasamtals.

Gott er að temja sér að lýsa en ekki að dæma frammistöðu starfsmanns. Gott er að stjórnandi og starfsmaður ræði frammistöðu og meti hvort hún hafi verið góð eða slæm.

Betra er að ræða tiltekin atriði frammistöðu hvort sem þau eru jákvæð eða neikvæð en ekki að alhæfa og ræða almenn atriði. Mikilvægt er að stjórnandi hafi nægar og réttar upplýsingar um það sem fjallað er um og fái að heyra hlið starfsmanns á því sem um er rætt.

Mikilvægt er að stjórnendur leggi sig fram um að veita starfsfólki stuðning, sýni jafnræði og séu opnir fyrir hugmyndum þeirra.

Stjórnanda ber einnig að lýsa fyrir starfsfólki áhrifum frammistöðu þeirra hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð fyrir stofnunina og tengja við markmið og viðmið stofnunar.

Stjórnandi ætti að forðast að byggja upp óraunhæfar væntingar meðal starfsfólks, t.d. með loforðum um aðgerðir sem óvíst er að hann geti staðið við.

Að loknu starfsmannasamtali ætti stjórnandi að setjast niður og yfirfara hvað gekk vel og hvað mætti bæta í samtalinu. Slík rýni strax í kjölfar samtals eykur líkur á að ekkert gleymist þegar kemur að endurskoðun starfsmannasamtala og gerir stjórnanda kleift að bregðast strax við og gera breytingar sé þess þörf.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.