Vinnueftirlitið telur brýnt, í ljósi eldsumbrota á Reykjanesi, að fyrirtæki og stofnanir á svæðinu hugi vel að þróun loftgæða en búast má við að eldgosi geti fylgt einhver gasmengun. Á það ekki síst við þar sem vinna fer fram utandyra. Gæta þarf sérstaklega að vindáttum þar sem áhrifa getur gætt í mikilli fjarlægð ef vindur stendur af eldstöðinni á starfsfólk.