Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Málstofa um forvarnir gegn stoðkerfisvanda á vinnustöðum

26. nóvember 2021

Vinnueftirlitið sendir út beint streymi frá málstofu um forvarnir gegn stoðkerfisvanda á vinnustöðum fimmtudaginn 2. desember næstkomandi frá klukkan 9.00 til 10.00.

Vinnueftirlitid-namskeid

Upptaka frá málstofunni

Komið er að annarri málstofu af fjórum í beinu streymi á vegum Vinnueftirlitsins.

Málstofan verður haldin fimmtudag 2. desember nk. kl. 9-10 og er efni hennar Forvarnir gegn stoðkerfisvanda á vinnustöðum.

Á málstofunni verða tvö erindi:

  • Þórunn Sveinsdóttir

     

    sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu mun fjalla um forvarnarstarf á vinnustöðum og mikilvægi þess að nálgast stoðkerfisvanda heildstætt með því að ráðast að rótum hans. Hún mun jafnframt ræða helstu áskoranirnar sem blasa við í framtíðinni ef ná á stjórn á stoðkerfisvanda starfandi fólks.

  • Gunnhildur Gísladóttir

     

    sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu mun kynna hagnýtan leiðarvísi að vellíðan í starfi og hvernig má takast á við og hafa stjórn á stoðkerfisvanda á vinnustöðum. Þar mun hún m.a. fara yfir fimm skrefa ferli sem getur reynst gagnlegt stjórnendum og starfsfólki í forvarnarskyni.

Ekki er nauðsynlegt að skrá sig á málstofurnar og allir velkomnir. Látið upplýsingar um málstofuna endilega berast til þeirra sem eru í kringum ykkur.
Tenging á streymið verður hér á heimasíðu Vinnueftirlitsins og á fésbókinni. Þá er minnt á tvær síðustu málstofurnar:

  • 14. janúar – Rakaskemmdir og inniloft á vinnustöðum

  • 20. janúar – Forvarnir í mannvirkjagerð á undirbúnings- og hönnunarstigi