Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Góð vinnustaðamenning myndar skilyrði til vaxtar og uppskeru

13. október 2021

Menning vinnustaða felur í sér þau gildi, viðmið og rótgrónu hugmyndir sem snerta bæði starfsfólk og starfsemina sem þar fer fram. Það má líkja henni við þann jarðveg sem myndar skilyrði til vaxtar og uppskeru á vinnustöðum.

Vinnueftirlitið-rakaskemmdir og innivist

Góður jarðvegur getur haft jákvæð áhrif á starfsfólk og vinnustaði en slæmur jarðvegur getur bitnað á líðan og árangri. Vinnustaðir geta notast við bæði formlegar og óformlegar kannanir til að leggja mat á ríkjandi menningu en niðurstöður þeirra geta nýst til að byggja upp örugga og heilsusamlega vinnustaðamenningu.

Þó ábyrgðin á góðri vinnustaðamenningu sé alltaf atvinnurekandans þurfa allir á vinnustaðnum að leggja sitt af mörkum.

Hér má lesa nánar um mikilvægi góðrar vinnustaðamenningar og hvernig vinnustaðir geta stuðlað að henni.