Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Vinnuvélar sem ekið er á opinberum vegum skráningarskyldar

1. nóvember 2021

Vinnuvélar sem ætlaðar eru til aksturs í umferð þarf nú að skrá í ökutækjaskrá. Eins þarf að setja á þær skráningarmerki.

Vinnueftirlitið - eru réttindin að renna út

Eigendur vinnuvéla sem ætlaðar eru til aksturs í umferð, það er að segja á opinberum vegum, þurfa nú að skrá þær í ökutækjaskrá og setja á þær skráningarmerki til auðkenningar. Skráning þessara vinnuvéla hefst í dag, 1. nóvember, og þarf að hafa farið fram fyrir 31. desember næstkomandi. Eftir þann tíma má eiga von á sektum.

Ökutækjaskrá er í umsjón Samgöngustofu en til hagræðingar fyrir eigendur vinnuvéla mun Vinnueftirlitið annast allar skráningar og eigendaskipti á þeim. Sótt er um skráningu vinnuvéla til aksturs í umferð á mínum síðum hér á vefnum.

Reglur um skráningu vinnuvéla koma fram í umferðarlögum sem tóku gildi 1. janúar 2020 og reglugerð um skráningu ökutækja.

Vinnueftirlitið

Hafðu samband

Sími: 550 4600

Netfang: vinnueftirlit@ver.is

Afgreiðslu­tími þjón­ustu­vers

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Kennitala

420181-0439