Bráðamóttaka
Meginverkefni deildarinnar er móttaka bráðveikra og slasaðra. Einnig endurkomur/eftirlit sjúklinga vegna áverka eða veikinda.
Á deildinni er einnig starfrækt:
Miðstöð áfallahjálpar
Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis
Opið allan sólarhringinn. Gengið er inn um inngang C.
Sími: 463 0800
Afgreiðsla: 463 0802
Læknaritarar: 463 0810
Til að tryggja öryggi allra sjúklinga þarf að forgangsraða einstaklingum eftir eðli og alvarleika veikinda eða slyss.
Sjúklingar eru því ekki endilega kallaðir inn á deildina eftir komutíma heldur eftir forgangsröðun.
Í húsnæði deildarinnar er móttaka sérfræðilækna.