Fara beint í efnið
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Börn og ungmenni

Á barnadeild er legudeild, dag- og göngudeild. Deildin er staðsett á 3. hæð í D-álmu og er aðkoma um inngang D. Utan dagvinnutíma er inngangi læst, en hægt að notast við dyrasíma.

Legudeildin þjónar börnum og ungmennum til og með 17 ára sem þurfa innlögn vegna veikinda og slysa og er starfrækt allan sólarhringinn, allt árið. Á deildinni eru hágæslurými fyrir nýbura.

Barnadeild SAk er eina barnadeild landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Nánir aðstandendur dvelja hjá barninu, en heimsóknartími annarra er eftir samkomulagi.

Á dag- og  göngudeild starfa barnalæknar og hjúkrunarfræðingar í móttöku til greiningar, meðferðar og eftirfylgdar langvinnra sjúkdóma, skv. tilvísun úr heilsugæslu.

Þjónusta barnadeildar