Rannsóknir og skoðanir
Á Sjúkrahúsinu á Akureyri eru starfræktar þrjár rannsóknarstofur sem sinna ýmisskonar rannsóknum á sýnum frá sjúklingum.
Lífeðlisfræðideild - Gengið inn um inngang D.
Myndgreiningadeild - Gengið er um inngang C.
Rannsóknadeild - Gengið er um inngang D.
Alltaf þarf beiðni frá lækni, nema vegna endurtekinna blóðþynningarmeðferðar.
Þjónusta
Álagsprfóf, ómskoðun, Holter, hjartalínurit, svefnrannsóknir, öndunarpróf.
Tímapantanir í síma 463-0836.
Gengið inn um inngang D.
Beiðni frá lækni þarf ávallt að liggja fyrir. Starfsfólk sér um móttöku beiðna og tímagjöf.
Hafa samband í síma 463 0251 milli kl. 8 og 15.
Opnunartímni milli kl. 8 og 15.
Gengið er inn um inngang C.
Niðurstöður rannsókna
Það fer allt eftir umfangi rannsóknarinnar hversu langan tíma tekur að fá niðurstöðu úr myndatöku. Myndgreiningalæknar lesa úr rannsóknum og niðurstöður eru geymdar í tölvukerfi sem tilvísandi læknar hefur aðgang að. Úrlestur ætti að liggja fyrir innan fárra virkra daga.
Tilvísandi læknir upplýsir sjúkling um niðurstöðu rannsóknarinnar.
Tilgangur röntgenrannsókna er m.a. að leita eftir eða meta beinbrot, slitbreytingar eða aðrar beinbreytingar, leita að eða meta breytingar í lungum, hjartastærð o.fl.
Undirbúningur
Yfirleitt er enginn sérstakur undirbúningur fyrir röntgenrannsóknir. Viðkomandi gæti þurft að fjarlægja fatnað og/eða skartgripi, allt eftir því hvað er verið að rannsaka.
Framkvæmd og tímalengd
Geislafræðingur framkvæmir rannsóknina. Fjöldi mynda sem teknar eru fer eftir hvað er verið að rannsaka. Tímalengd rannsókna er 5 – 15 min.
Börn
Foreldrar mega fylgja börnum sínum í myndatöku og gætu þurft að hjálpa börnunum við að vera kyrr meðan röntgenmyndirnar eru teknar. Þau sem fylgja börnunum þurfa að klæðast blýsvuntum til að verjast óþarfa geislun.
Þungun og brjóstagjöf
Það er ekki æskilegt að þungaðar konur fari í röntgenrannsókn nema í samráði við lækni. Ef grunur er um þungun þarf að láta geislafræðing vita áður en rannsókn fer fram. Reynt er eftir fremsta megni að finna aðra rannsóknaraðferð sé þess kostur. Röntgenrannsókn hefur ekki áhrif á brjóstagjöf.
Segulómun hentar vel til skoðunar á stoðkerfi líkamans, t.d. á liðböndum og sinum, brjóski og liðþófum. Þessi tækni er einnig mikið notuð til að rannsaka hrygginn, heilann og kviðarholslíffæri.
Undirbúningur
Flestar segulómrannsóknir krefjast ekki sérstaks undirbúnings. Almennt gildir þó um kviðarholsrannsóknir að einstaklingar þurfa að vera fastandi fyrir rannsókn. Taka skal lyf samkvæmt venju. Taka skal verkjalyf ef þörf er á því það getur reynst krefjandi að liggja kyrr í 20 – 40 mín. Upplýsingar um undirbúning fyrir rannsóknir koma fram á upplýsingablaði sem er sent til einstaklinga og við tímagjöf ef þörf er á. Fylla þarf út spurningarlistann sem kemur með upplýsingablaðinu og koma með í rannsóknina.
Fatnaður og fylgihlutir
Fyrir rannsókn þarf að taka af sér alla fylgihluti s.s. úr, skartgripi, hárspennur og heyrnartæki. Einnig þarf að fara úr fötum, að nærbuxum undanskildum, og fara í sérstakan sjúkrahúsfatnað. Þetta er gert til að tryggja að enginn segulleiðandi málmur fari inn í herbergi segulómtækis.
Framkvæmd og tímalengd
Geislafræðingur framkvæmir rannsóknina. Til að nema merki frá líkamanum er sett þar til gerð spóla við eða umhverfis myndsvæðið.
Eyrnatappar/heyrnartól
Vegna hávaða við rannsóknina er mælt með að viðkomandi þiggi eyrnatappa eða heyrnartól. Tímalengd segulómrannsóknar er að öllu jöfnu 20 - 60 mínútur.
Skuggaefni
Í vissum tilfellum þarf að gefa skuggaefni í æð sem getur gefið nánari upplýsingar. Skuggaefnið sem er notað við segulómrannsóknir heitir Gadolinium. Ef viðkomandi er með þekkt ofnæmi fyrir því er mikilvægt að láta vita af því með fyrirvara svo hægt sé að gera ráðstafanir.
Börn
Börn sem eiga pantaðan tíma í segulómrannsókn eru velkomin að koma og skoða segulómtækið einhverjum dögum fyrir rannsókn. Vinsamlegast hafið samband við myndgreiningardeild í síma 463-0254 til að staðfesta heimsóknartíma.
Ef foreldrar þurfa að fylgja börnum sínum inn í rannsóknarherbergið þurfa þeir að svara spurningarlista eins og börnin og fjarlægja allan málm af sér.
Í sumum tilvikum þarf að svæfa börn til að þau geti farið í segulómun og er það þá unnið í samvinnu með barna- og svæfingadeild.
Þungun – brjóstagjöf
Ef um þungun er að ræða er ekki gerð segulómrannsókn nema í undantekningartilfellum. Rannsókn hefur ekki áhrif á brjóstagjöf
Innilokunarkennd
Innilokunarkennd er þekkt við segulómrannsóknir. Geislafræðingar geta aðstoðað við að draga úr einkennum hennar. Í einhverjum tilfellum þarf að gefa róandi lyf. Mikilvægt er að viðkomandi láti vita af því með fyrirvara svo hægt sé að gera ráðstafanir.
Tölvusneiðmyndarannsókn getur gefið ítarlegar upplýsingar um ástand líffæra og æða. Einnig hentar rannsóknaraðferðin vel til frekari kortlagningar á brotum.
Undirbúningur
Flestar tölvusneiðmyndarannsóknir krefjast ekki sérstaks undirbúnings. Almennt gildir þó um kviðarholsrannsóknir að einstaklingar þurfa að drekka 1 líter af vatni fyrir rannsókn. Upplýsingar um undirbúning fyrir rannsóknir koma fram við tímagjöf ef þörf er á.
Fatnaður og fylgihlutir
Fjarlægja þarf málm af því svæði sem á að rannsaka.
Framkvæmd og tímalengd
Geislafræðingur framkvæmir rannsóknina og er tímalengd hennar mismunandi eftir því sem verið er að rannsaka eða frá 10 min – 40 min.
Skuggaefni
Í flestum tilfellum er gefið skuggaefni í æð á meðan á rannsókn stendur. Er það gert til að fá betri aðgreiningu á innri líffærum auk þess til að kanna hvort upphleðsla verði í vefjum líkamans sem getur gefið upplýsingar um eðli þeirra. Ef viðkomandi er með þekkt skuggaefnisofnæmi er mikilvægt að láta okkur vita af því með fyrirvara svo hægt sé að gera ráðstafanir. Hægt er að hafa samband í síma 463-0254.
Börn
Tölvusneiðmyndatækið getur virst ógnvekjandi og er því mikilvægt að undirbúa börn vel áður en þau koma. Það er gott að útskýra fyrir þeim tilganginn og að þau þurfi að liggja alveg kyrr á rannsóknarbekknum. Foreldrar mega vera hjá börnum sínum á meðan á rannsókn stendur, þó ekki þungaðar konur.
Þungun og brjóstagjöf
Ef grunur er um þungun er ekki gerð tölvusneiðmyndarannsókn nema í neyðartilfellum. Hægt er að halda brjóstagjöf áfram eins og venjulega eftir rannsókn.
Með beinþéttimælingu er hægt að mæla styrk beina og þannig sjá hvort merki eru um beinþynningu.
Undirbúningur
Engin sérstakur undirbúningur en fjarlægja þarf málm af myndsvæði áður en mæling hefst.
Framkvæmd og tímalengd
Geislafræðingur framkvæmir rannsóknina. Viðkomandi liggur á bekk á meðan nemi hreyfist yfir ákveðnum svæðum á líkamanum og mælir beinþéttni. Rannsóknin tekur 10-20 mín.
Börn
Það er afar sjaldgæft að börn fari í beinþéttnimælingu.
Þungun og brjóstagjöf
Það er afar mikilvægt að konur á barneignaaldri láti geislafræðing vita ef möguleiki er á þungun. Ef grunur er um þungun er rannsókn frestað.
Við skyggnirannsóknir er m.a. hægt að fylgjast með útliti/starfsemi/hreyfingum líffæra, rennsli í æðum og staðsetja stungustað.
Undirbúningur
Undirbúningur er misjafn eftir því hvaða er verið að rannsaka. Fyrir sumar rannsóknir þarf að fasta í nokkrar klukkustundir, fyrir sumar er engin sérstakur undirbúningur og fyrir einstaka rannsókn þarf að fara í gegnum úthreinsun. Viðkomandi fær upplýsingar við tímagjöf ef það er þörf á undirbúningi.
Viðkomandi gæt þurft að fjarlægja fatnað og skartgripi fyrir rannsókn.
Framkvæmd og tímalengd
Myndgreiningalæknir eða geislafræðingur framkvæma flestar rannsóknirnar. Talmeinafræðingur framkvæmir kyngingarrannsóknir og kvensjúkdómalæknir framkvæmir rannsókn á eggjaleiðurum (HSG). Tímalengd rannsókna er 10-60 mín.
Börn
Foreldrar mega fylgja börnum sínum í myndatöku (þó ekki þungaðar konur) og gætu þurft að hjálpa börnunum við að vera kyrr á meðan rannsóknin fer fram. Þau sem fylgja börnunum þurfa að klæðast blýsvuntum til að verjast óþarfa geislun.
Skuggaefni
Við skyggnirannsóknir er oftast gefið skuggaefni og er það drukkið, sprautað í æð eða sprautað í ákveðnar slöngur sem búið er að koma fyrir í líkamanum. Ef viðkomandi er með þekkt skuggaefnisofnæmi er mikilvægt að láta vita af því með fyrirvara svo hægt sé að gera ráðstafanir.
Þungun og brjóstagjöf
Það er ekki æskilegt að þungaðar konur fari í röntgenrannsókn nema í samráði við lækni. Ef grunur er um þungun þarf að láta geislafræðing vita áður en rannsókn fer fram. Reynt er eftir fremsta megni að finna aðra rannsóknaraðferð sé þess kostur. Röntgenrannsókn hefur ekki áhrif á brjóstagjöf.
Ómun hentar jafnan vel við rannsóknir á kviðarholslíffærum, sinum, fyrirferðum í húð eða vöðvum, skjaldkirtli, eistum og æðum.
Undirbúningur
Við rannsóknir á kviðarholslíffærum og á ósæð þarf að fasta í 6 tíma (börn í 4 tíma). Fasta innifelur að þú innbyrðir hvorki mat né drykk og mátt þar að auki ekki nota tyggigúmmí eða reykja/veipa.
Við rannsóknir á líffærum í grindarholi þarf þvagblaðran að vera fyllt. Drekka þarf vel af vatni fyrir rannsóknina.
Framkvæmd og tímalengd
Myndgreiningarlæknir framkvæmir rannsóknina. Flestar ómskoðanir taka 15 – 20 mín. en einstaka rannsóknir taka lengri tíma.
Börn
Foreldrar mega fylgja börnum sínum í rannsóknina og gætu þurft að aðstoða börnin við að liggja kyrr.
Þungun og brjóstagjöf
Ómrannsóknir hafa ekki áhrif á þungun né brjóstagjöf.
Blóðrannsóknir, sykurþol, laktósaþol, sæðisrannsóknir, svitapróf.
Tímapantanir í síma 463 0231
Gengið er inn um inngang D.
Blóðprufur
Tímapantanir alla virka daga milli kl. 13:00 og 14:30 í síma 463 0233.
Almennar blóðprufur eru teknar alla virka daga milli kl. 8:15 og 11:00.
Rafrænar beiðnir í heilsugátt:
Kynsjúkdómar
Ónæmis- og ofnæmispróf (CAP/RAST)
Ónæmis- og ofnæmispróf - Glæsibæ
Ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsofnæmissjúklinga
Ónæmisfræðideild - frumurannsóknir (FACS)
Sýklafræðirannsókn
Veiruræktun og veiruleit
Ýmsar blóðrannsóknir
Einkennalausar konur 40 til 74 ára geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini.
Tímapantanir alla virka daga milli kl. 8:30-12:00 og 13:00-15:30 í síma 543 9560 hjá Brjóstamiðstöð Landspítalans.
Einnig er hægt að senda tölvupóst á timabokun.brjostaskimun@landspitali.is eða smella á eftirfarandi tengil, fylla út upplýsingar og senda.
Brjóstamyndataka fer fram á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Krabbameinsleit brjósta utan skimunar er bókað í síma 463 0253.