Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Göngudeild lyflækninga

Á göngudeild lyflækninga fer fram sérhæfð þjónusta við einstaklinga með fjölbreytt heilsufarsvandamál. Starfsmenn deildarinnar hafa sérhæfða þekkingu á ýmsum sviðum og taka móti einstaklingum í skipulögðu eftirliti og meðferðarviðtölum.

Starfsemi

· Vegna langvinnra sjúkdóma

· Rannsóknir og meðferðir

· Ráðgjöf og kennsla

Á göngudeild lyflækninga eru sérhæfðar móttökur fyrir hjarta-, lungna-, innkirtla-, meltingar-, gigtar-, nýrna- og minnissjúkdóma og næringarteymi.

Í hverri móttöku er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða og faglega þjónustu. Á deildinni er veitt markviss ráðgjöf, fræðsla og stuðningur með það að markmiði að bæta heilsu, fyrirbyggja vandamál og styðja einstaklinga í að takast á við veikindi. Móttökurnar eru ýmist ætlaðar einstaklingum með langvinn heilsufarsvandamál sem eru í eftirliti eftir meðferð eða greiningu og/eða sjúkrahúslegu sem þurfa sérhæfða fræðslu og ráðgjöf um meðferð, lyfjagjöf, lífstílsbreytingar og önnur úrræði.

Athugið: Ávallt þarf tilvísun frá lækni