Heimahlynning
Heimahlynning er sérhæfð hjúkrunar- og læknisþjónusta ætluð einstaklingum sem þurfa sérhæfða einkennameðferð vegna krabbameins eða annarra langvinna og lífsógnandi sjúkdóma.
Heimahlynning sinnir vitjunum í heimahúsum á Akureyri og nágrenni en er að mestu veitt með skipulögðum vitjunum á dagvinnutíma.
Þjónustan er veitt sem stuðningur eða ráðgjöf við skjólstæðinga sem búa fjarri starfsstöð í gegnum síma eða snjalltæki í samvinnu við heilbrigðisstofnun viðkomandi bæjarfélag.
Vaktsími er opinn allan sólarhringinn 860 4666.
Einnig má hafa samband með tölvupósti.