Fara beint í efnið

Líknarmiðstöð

Líknarmiðstöð er starfandi við Sjúkrahúsið á Akureyri samkvæmt aðgerðaráætlun Heilbrigðisráðuneytisins um líknarþjónustu 2021-2025.

Hlutverk líknarmiðstöðvar SAk:

  • Veita stuðning og ráðgjöf til fagstétta innan og utan sjúkrahússins.

  • Miðla þekkingu til fagstétta.

  • Vinna að þróun almennrar líknarmeðferðar í samstarfi við heilsugæslu, heimahjúkrun og hjúkrunarheimili.

  • Vera stuðningur við sérhæfða líknarþjónustu í landinu.

  • Tryggja gæði þjónustu með klínískum leiðbeiningum, stöðluðu verklagi og árangursmælingum.

Líknarmiðstöð hefur aðsetur á almennu göngudeildinni á 1. hæð (inngangur D).

Hægt er að hafa samband í gegnum netfangið liknarmistod@sak.is.