Fæðingadeild
Fæðingadeild annast meðgöngueftirlit, fæðingaraðstoð og mæðravernd auk þess að framkvæma skoðanir á æxlunarfærum kvenna, svo sem vandamála snemma á meðgöngu eða vegna sjúkdóma í leggöngum, leghálsi, legi, eggjastokkum og eggjaleiðurum.
Gengið er inn um inngang B. Fæðingadeild er á 3. hæð.
Vaktsími
463 0129
Þjónusta fæðingadeildar
Pantanir á símaviðtölum og tímum hjá kvensjúkdómalækni eða öðrum sérfræðingum deildarinnar alla virka daga milli kl. 10 og 12 í síma 463 0133.
Tímabókanir í snemmómun (7 til 12 vikur) í síma 463-0133, virka daga milli kl. 10 og 12.
Tímabókanir í forburðarskimun (11+5 til 13+6 vikur) og 20. vikna ómskoðun (19+5 til 21+3 vikur), í síma 463-0129, virka daga milli kl. 10 og 12.
Heimsóknir eru almennt ekki leyfðar nema í undantekningartilfellum.
Meðganga
Mæðravernd er að öllu jöfnu sinnt af ljósmæðrum sem þó beina barnshafandi til lækna og ljósmæðra fæðingadeildar ef nánari athugunar eða eftirlits er þörf. Má þar meðal annars nefna:
háþrýsting
sykursýki á meðgöngu
grun um seinkaðan fósturvöxt
eftirlit með tvíburaþungunum
Læknar deildarinnar hafa eftirlit með vandamálum snemma á meðgöngu, til dæmis ef grunur er um utanlegsþungun eða yfirvofandi fósturlát.
Eftir fæðingu
Eftir fæðingu býðst foreldri að dvelja á sængurlegudeild. Ef pláss er á deildinni er maka/hinu foreldrinu boðið að gista eina nótt eftir fæðinu gegn vægu gjaldi. Í sængurlegu stendur foreldrum til boða ýmis fræðsla og leiðsögn við ummönnun nýburans, meðal annars tengt brjóstagjöf.
Margar fjölskyldur notfæra sér möguleika á heimaþjónustu ljósmæðra. Fyrir heimaþjónustu þarf meðganga og fæðing hafa verið án vandkvæða. Móðir þarf að vera tilbúin til heimferðar innan 36-48 tíma frá fæðingu. Í sumum tilvikum er einnig hægt að bjóða upp á þjónustu ljósmæðra eða sængurlegu á sjúkrahúsi í heimabyggð.
Nánari upplýsingar um meðgöngu, fæðingu og mæðravernd á vef Heilsuveru.
Þungunarrof stendur til boða á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Lög um þungunarrof gefur heimild til að rjúfa þungun undir 22 vikum.
Mikilvægt er að þungun sé staðfest með þungunarprófi.
Ef þú ert að íhuga þungunarrof getur þú haft samband við ritara fæðinga og kvensjúkdómadeildar í síma 463-0133, milli 10 og 12 virka daga. Þá ferð þú á símalista og haft verður samband til frekari upplýsinga og tími bókaður í skoðun.
Tvenns konar meðferð stendur til boða:
Meðferð með lyfjum
Ef meðgöngulengd er styttri en 9 vikur: Meðferð getur hafist strax og þungun er staðfest með ómskoðun. Gefið er lyf sem stöðvar áhrif þungunarhormóns.
Tveim dögum seinna eru fjórar töflur settar upp í leggöngin að morgni, blæðingar geta byrjað um 1 til 3 klst. eftir að töflur hafa verið settar upp.
Mikilvægt er að hafa einhvern hjá sér í þessu ferli.
Ef ekki er byrjað að blæða eftir 3 klst. þá á að hafa samband við fæðingadeild SAk.
Þörf er á að taka þungunarpróf að 4 til 5 vikum liðnum til að meta hvort meðferð hafi tekist.
Einnig mun ljósmóðir hafa samband á þessum tíma til að athuga hvernig ferlið hefur gengið og hvernig líðan er.
Aðgerð stendur til boða frá 9. til 12. viku
Þegar búið er að staðfesta þungun með ómskoðun hjá lækni er hægt að bóka tíma í aðgerð.
Aðgerðin er gerð í stuttri svæfingu. Þegar konan er búin að jafna sig fer hún heim samdægurs.
Gott er að hafa einhvern með sér í ferlinu þar sem viðkomandi má ekki má keyra eftir svæfingu.
Eftir 12 vikur er þungunarrof framkallað bæði með lyfjum og aðgerð og er mun meira inngrip.
Þungunarrof skal ávalt framkvæma eins fljótt og auðið er og helst fyrir 12. viku.
Viðtal við félagsráðgjafa stendur öllum til boða sem þess óskar hvenær sem er í ferlinu.