Gjörgæsla
Gjörgæsludeild tekur til meðferðar sjúklinga frá öllum deildum sjúkrahússins sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda.
Gengið er inn um inngang B.
Vaktsími
463 0110
Heimsóknir eru í samráði við hjúkrunarfræðinga deildarinnar. Á morgnanna fer fram aðhlynning sjúklinga, stofugangur lækna og rannsóknir framkvæmdar, þannig að erfitt er að koma við heimsóknum á þeim tíma.
Aðstandendur eru velkomnir á tímabilinu milli kl. 14 til 20 og á öðrum tíma eftir samkomulagi.
Ekki er æskilegt að fleiri en tveir aðstandendur séu hjá sjúklingi hverju sinni. Einnig leyfir ástand sjúklings oft á tíðum ekki langar heimsóknir.
Heimsóknir barna yngri en 12 ára eru ekki leyfðar nema í samráði við hjúkrunarfræðinga deildarinnar.
Áður en komið er inn á deildina eru aðstandendur beðnir að hringja dyrabjöllu.
Á vöknun fer fram skammtímaeftirlit á sjúklingum sem:
hafa farið í skurðaðgerð á skurðstofu
hafa verið svæfðir á myndgreiningardeild
hafa verið svæfðir á vöknun vegna rafvendingar /rafmeðferðar
fá verkjameðferð vegna langvarandi verkja
Eftir að dvöl á vöknun hefur lokið fara skjólstæðingar annaðhvort á aðrar deildir eða heim.
Sími:
463 0118
Þjónustuflokkar