Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Dómstólar Forsíða
Dómstólar Forsíða

Dómstólar

Einkamál í héraðsdómi

Um einkamál

Aðilar málsins

Í hefðbundnum einkamálum fyrir héraðsdómi geta aðilar máls verið einstaklingar, fyrirtæki, félög eða opinberar stofnanir. Aðilar málsins eru nefndir:

  • Stefnandi: sá sem byrjar málið og sækir kröfur.

  • Stefndi: sá sem málið og krafan beinist gegn og tekur til varna.

Tegundir mála

Hefðbundin einkamál fyrir héraðsdómi eru mjög fjölbreytileg. Dæmi eru skaðabótamál, forsjármál, sifjaréttarmál, landamerkjamál og fasteignakaupamál.

Lesa meira: