Um gjafsókn
Gjafsókn er það kallað þegar kostnaður við dómsmál einstaklinga er greiddur úr ríkissjóði. Gjafsókn á bæði við um gjafsókn og gjafvörn og er aðeins veitt einstaklingum en ekki fyrirtækjum eða félögum.
Ekki er hægt að sækja um gjafsókn í sakamálum eða málum sem eru rekin fyrir stjórnvöldum eða erlendum dómsstólum.
Í gjafsóknarmálum greiðir ríkissjóður þann kostnað sem gjafsóknarhafi hefur af málinu, svo sem málskostnað og þóknun lögmanns. Gjafsókn er þó stundum takmörkuð þannig að hún nái bara til tiltekinna þátta málskostnaðar eða sé að hámarki ákveðin upphæð.
Þóknun til lögmanns gjafsóknarhafa er ákveðin í dómi eða úrskurði.
Gjafsóknarhafi eða lögmaður hans leita til sýslumanns á Vesturlandi vegna uppgjörs á kostnaði vegna gjafsóknarmála.
Einstaklingar geta sótt um almenna gjafsókn eða lögbundna gjafsókn eftir atvikum og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Þjónustuaðili
Dómsmálaráðuneytið