Fara beint í efnið

Almenn gjafsókn

Almenn gjafsókn

Rafræn umsókn auðveldar umsóknarferlið fyrir þig. Áður en þú heldur áfram er gott að kynna sér hvaða upplýsingar eru sóttar og hvernig er farið með upplýsingar.

Skilyrði

Til að fá almenna gjafsókn þarf eitt af eftirtöldu að eiga við:

  • Fjárhagur umsækjanda er þannig að málskostnaður verði honum fyrirsjáanlega ofviða.

  • Aðstæður eru þannig að niðurstaða málsins gæti skipt verulega miklu máli fyrir atvinnu, félagslega stöðu eða aðra einkahagi umsækjanda.

  • Niðurstaða máls hefur verulega þýðingu fyrir almenning, til dæmis með því að skapa dómafordæmi um svipuð mál.

Viðmiðunarmörk tekna

Til að fá gjafsókn á grundvelli bágrar fjárhagsstöðu er miðað við eftirfarandi viðmiðunarmörk tekna árið 2023:

  • Stofn til útreiknings tekjuskatts og útsvars og fjármagnstekjur nemi ekki hærri upphæð en 4.417.918 kr.  (reitur 2.7 á skattframtali).

  • Ef umsækjandi er í hjónabandi eða sambúð mega samanlagðar árstekjur umsækjanda og maka hans ekki nema hærri upphæð en 6.636.368 kr. 

  • Þegar umsækjandi er yngri en 18 ára skal höfð hliðsjón af samanlögðum tekjum foreldra. 

  • Viðmiðunarmörkin hækka um 491.144 kr. fyrir hvert barn undir 18 ára aldri sem býr hjá umsækjanda.

Viðmiðunarmörkin taka breytingum miðað við vísitölu neysluverðs 1.janúar ár hvert.

Umsókn

Skriflega umsókn um gjafsókn þarf að senda til dómsmálaráðuneytisins að minnsta kosti þremur vikum fyrir aðalmeðferð máls. 

Afgreiðslutími umsókna er almennt 1 - 2 mánuðir. 

Eftirfarandi þarf að koma fram í umsókninni:

  • Fullt nafn, kennitala, staða og heimilisfang umsækjanda og gagnaðila.

  • Fyrir hvaða dómi málið er rekið og hvaða lögmaður fer með það fyrir hönd umsækjanda.

Umsóknin þarf að vera ítarlega rökstudd og þarf meðal annars að koma fram:

  • helstu málsatvik, málsástæður og lagarök

  • hvort nægilegt tilefni sé til málshöfðunar eða málsvarnar

  • upplýsingar um fjölskylduhagi umsækjanda og framfærslubyrði

  • hver sé áætlaður málskostnaður, þar með talinn kostnaður við öflun matsgerða og annarra sönnunargagna  

Fylgigögn

Með umsókninni þurfa að fylgja:

  • helstu málsskjöl

  • staðfest ljósrit af skattframtölum umsækjanda síðustu tveggja ára og maka hans eða sambúðarmaka.

  • gögn um tekjur umsækjanda,  maka eða sambúðaraðila fyrir þann tíma sem liðinn er frá síðasta skattframtali

  • önnur gögn sem gætu haft þýðingu við vinnslu umsóknarinnar.

Almenn gjafsókn

Tengd stofnun

Sýslu­menn

Dómsmálaráðuneytið

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14