Fara beint í efnið

Endurgreiðslur vegna gjafsóknarmála

Í ákveðnum tilfellum getur ríkið eignast endurkröfu á gagnaðila í gjafsóknarmáli. Þetta á til dæmis við þegar gagnaðilinn tapar málinu og er dæmdur til að greiða málskostnað beggja aðila. Málskostnaður gjafsóknarhafa hefur þá verið greiddur úr ríkissjóði og gagnaðilinn þarf að greiða hann til baka, ýmist að hluta eða í heild. 

Innheimtan er í höndum embættis sýslumannsins á Norðurlandi vestra.

Innheimtuferli 

Þegar krafa er stofnuð birtist hún í heimabanka skuldara. Innheimtubréf eru send í pósthólf viðkomandi á Ísland.is.  

Ef krafan fæst ekki greidd 30 dögum eftir að innheimtubréf hefur verið sent og ekki er samið um kröfuna, koma til eftirfarandi úrræði til að knýja á um greiðslur:

Greiðsludreifing

Beiðni um greiðsludreifingu þarf að berast skriflega á  netfangið innheimta@syslumenn.is eða með bréfi til embættis sýslumannsins á Norðurlandi vestra.  Lágmarksfjárhæð mánaðarlegra greiðslna í greiðsludreifingu er 10.000 krónur.


Athugið að hægt er að greiða kröfu á bankareikning  0159-26-267, kennitala 660914-0990. Tilgreina þarf kennitölu og nafn skuldara við greiðslu í banka.
Þá er einnig hægt að greiða með greiðslukorti.

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15