Fara beint í efnið

Dómstólar og réttarfar

Um Gjafsókn

Upplýsingar um persónuvernd

Þegar sótt er um gjafsókn er unnið með þær upplýsingar og gögn sem umsækjandi veitir.

Upplýsingarnar verða nýttar í þeim tilgangi að sjá hvort umsækjandi uppfylli skilyrði til þess að verða veitt gjafsókn vegna ágreinings í dómsmáli sem rekið er fyrir íslenskum dómstóli. Unnið er með upplýsingar á grundvelli laga um meðferð einkamála.

  • Dómsmálaráðuneytið og gjafsóknarnefnd fá aðgang að þeim upplýsingum og gögnum sem fylgja umsókninni. Þeim er hvorki heimilt að miðla þeim áfram né nota þær í öðrum tilgangi.

  • Upplýsingar og gögnin verða varðveitt í samræmi við lög um opinber skjalasöfn. Fyllsta öryggis er gætt við varðveislu gagnanna til að tryggja að upplýsingarnar komist ekki í hendur óviðkomandi, þeim verði ekki breytt, þau eyðilögð eða að þau tapist.

  • Nánari upplýsingar um vinnsluna, þar á meðal réttinda einstaklinga má nálgast í persónuverndarstefnu Ísland.is og Stjórnarráðs Íslands.

  • Hafa skal í huga að ekki er unnt að skila rafrænni umsókn nema öll áskilin gögn fylgi. Ávallt er hægt að skila umsókn á pappír til dómsmálaráðuneytisins.