Fara beint í efnið

Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Almenn skilyrði

Hvað eru ríkar sanngirnisástæður?

Orðalagið „ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því“ er að finna á nokkrum stöðum í lögum um útlendinga í tengslum við undanþáguheimildir frá almennum reglum laganna. Orðalagið vísar til þess að um sé að ræða undanþáguheimildir sem túlka skal þröngt og byggja á mati á persónubundnum aðstæðum í hverju máli fyrir sig.

Ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því getur meðal annars verið heimilt:

  • Að leyfa áritunarskyldum umsækjanda um dvalarleyfi að koma til landsins áður en leyfi hefur verið veitt.

  • Að leyfa útlendingi að dvelja á landinu á meðan umsókn um endurnýjun sem barst of seint er afgreidd.

  • Að veita handhafa dvalarleyfis á grundvelli hjúskapar eða sambúðar nýtt dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla við landið.

Til að ríkar sanngirnisástæður séu taldar vera til staðar í tilteknu máli þarf tvennt af eftirtöldu að eiga við:

  • Umsækjandi hefur dvalist lengi á landinu.

  • Umsækjandi hefur mikil fjölskyldutengsl á Íslandi.

  • Umönnunarsjónarmið eru til staðar, það er umsækjandi er háður einhverjum hérlendis, sem er tengdur honum fjölskylduböndum, eða einhver aðstandandi umsækjanda hér á landi er honum háður.

Ríkar sanngirnisástæður eru ekki:

  • Tímaskortur.

  • Efnahagslegar ástæður, til dæmis kostnaður við flugmiða eða húsnæði.

  • Að skóli sem umsækjandi ætli að stunda nám við sé hafinn.

  • Að gleyma að sækja um dvalarleyfi.

Athugaðu að þessi listi er ekki tæmandi.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900