Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Almenn skilyrði
Hvað eru ríkar sanngirnisástæður?
Orðalagið „ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því“ er að finna á nokkrum stöðum í lögum um útlendinga í tengslum við undanþáguheimildir frá almennum reglum laganna. Orðalagið vísar til þess að um sé að ræða undanþáguheimildir sem túlka skal þröngt og byggja á mati á persónubundnum aðstæðum í hverju máli fyrir sig.
Ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því getur meðal annars verið heimilt:
Að leyfa áritunarskyldum umsækjanda um dvalarleyfi að koma til landsins áður en leyfi hefur verið veitt.
Að leyfa útlendingi að dvelja á landinu á meðan umsókn um endurnýjun sem barst of seint er afgreidd.
Að veita handhafa dvalarleyfis á grundvelli hjúskapar eða sambúðar nýtt dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla við landið.
Til að ríkar sanngirnisástæður séu taldar vera til staðar í tilteknu máli þarf tvennt af eftirtöldu að eiga við:
Umsækjandi hefur dvalist lengi á landinu.
Umsækjandi hefur mikil fjölskyldutengsl á Íslandi.
Umönnunarsjónarmið eru til staðar, það er umsækjandi er háður einhverjum hérlendis, sem er tengdur honum fjölskylduböndum, eða einhver aðstandandi umsækjanda hér á landi er honum háður.
Ríkar sanngirnisástæður eru ekki:
Tímaskortur.
Efnahagslegar ástæður, til dæmis kostnaður við flugmiða eða húsnæði.
Að skóli sem umsækjandi ætli að stunda nám við sé hafinn.
Að gleyma að sækja um dvalarleyfi.
Athugaðu að þessi listi er ekki tæmandi.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?