Fara beint í efnið

Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Almenn skilyrði

Get ég sýnt fram á framfærslu með bankareikningnum mínum?

Þú getur lagt fram staðfestingu á innstæðu á bankareikningi þínum, bæði á Íslandi og erlendis. Fjárhæðin þarf að vera í gjaldmiðli sem er alþjóðlega viðurkenndur og hægt að skipta í mynt sem er skráð hjá Seðlabanka Íslands og hægt er að taka út og nýta til framfærslu. Yfirlitið þarf að vera staðfest af bankanum sjálfum og í frumriti. Útprentun reikningsyfirlits úr heimabanka er ekki fullnægjandi staðfesting. Upplýsingar um skráningu gjaldmiðla er að finna hjá Seðlabanka Íslands. Ef umsækjandi er á framfæri annars einstaklings er heimilt að leggja fram bankayfirlit þess einstaklings.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900