Fara beint í efnið

Breyting á meðlagsgreiðslum

Foreldrar geta gert samning um breytingu meðlags með því að gera nýjan samning. Breytingin getur til dæmis verið beiðni um aukið meðlag eða beiðni um lækkun eða niðurfellingu aukins meðlags. 

Ef ekki næst samkomulag er hægt að: 

  • fara fram á úrskurð sýslumanns um breytingu meðlags

  • að gera kröfu um að dómari dæmi meðlag ef forsjár- eða lögheimilismál er fyrir dómi

Hér má finna nánari upplýsingar um meðlag.

Hér má finna nánari upplýsingar um framfærslu.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?