Fara beint í efnið

Geta aðrir en foreldrar sótt um umgengni við barn?

Í vissum tilfellum getur barnið átt rétt á umgengni við aðra nákomna aðila eins og ömmu sína og afa eða systkini, ef það er talið barninu til hagsbóta. 

Þetta á til dæmis við ef:

  • Annað foreldra barns er látið.

  • Báðir foreldrar barns eru látnir.

  • Foreldri er ófært um að sinna umgengnisskyldu sinni við barnið, til dæmis vegna veikinda eða vistunar á stofnun.

  • Foreldri nýtur verulega takmarkaðrar umgengni við barnið, til dæmis vegna búsetu erlendis.

Hér má finna upplýsingar um umgengni barns við aðra en foreldra 



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?