Fara beint í efnið

Geta foreldrar samið um að sleppa meðlagsgreiðslum?

Foreldrar sem búa ekki saman geta samið um hvernig skipta skuli kostnaði vegna framfærslu barns. Ekki er nauðsynlegt að semja um að greitt sé meðlag í því tilliti heldur nægir að samkomulag sé á milli foreldra um framfærslu barnsins.

Ef foreldrar semja um greiðslu meðlags má ekki miða við lægri fjárhæð en einfalt meðlag.

Barn á rétt á framfærslu frá báðum foreldrum sínum. Þegar barn býr hjá öðru foreldri sínu, getur það foreldri farið fram á meðlag fá hinu foreldrinu. 

Hér má finna nánari upplýsingar um meðlag.

Hér má finna nánari upplýsingar um framfærslu.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?