Fara beint í efnið

Hvernig get ég óskað eftir skiptri búsetu barns?

Foreldrar sem óska eftir skiptri búsetu panta tíma fyrir upplýsingafund hjá sýslumanni í því umdæmi sem barn býr.

Skipt búseta barns er samningur foreldra með sameiginlega forsjá um að barn hafi fasta búsetu hjá þeim báðum. Í þjóðskrá verður barnið skráð með lögheimili hjá öðru foreldrinu og skráð búsetuheimili hjá hinu. Samningur um skipta búsetu er gerður hjá sýslumanni, einnig er hægt að gera dómsátt um skipta búsetu. Unnt er að tímabinda samning um skipta búsetu til minnst sex mánaða.

Hér má finna nánari upplýsingar um skipta búsetu barns.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?