Fara beint í efnið

Er hægt að fá lögskilnað strax?

Hjón geta óskað eftir lögskilnaði án þess að skilja fyrst að borði og sæng hjá sýslumanni ef:

  • þau eru sammála um að skilja lögskilnað,

  • annað hjóna hefur framið hjúskaparbrot,

  • annað hjóna hefur beitt maka eða barn sem býr hjá þeim ofbeldi og hefur gengist við brotinu eða hlotið dóm fyrir það,

  • hjón hafa ekki búið saman vegna ósættis í eitt ár,

  • annað hjóna var þegar gift þegar til hjúskapar var stofnað.

Hjónin þurfa að vera sammála um grundvöll skilnaðarins. Ef annað krefst lögskilnaðar á grundvelli hjúskaparbrots eða ofbeldis og hitt kannast ekki við háttsemina, eða vill ekki að lögskilnaður verði veittur á þeim grundvelli, þá fæst lögskilnaður ekki hjá sýslumanni. Hægt er að leita til dómstóla með kröfuna, eða skoða hvort grundvöllur sé fyrir samkomulagi um að fá skilnað á öðrum grundvelli.

Útgáfa leyfis til lögskilnaðar kostar 6.500 krónur.

Hér má finna nánari upplýsingar um skilnað.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?