Fara beint í efnið

Hver eru skilyrðin fyrir því að ganga í hjónaband?

Skilyrðin eru:

  • Að annað hjónaefna sé ekki afkomandi hins og að hjónaefnin séu ekki systkini. Það sama á við um kjörforeldri og kjörbarn nema ættleiðing hafi verið felld niður.

  • Meginregla er að hjónaefni þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

  • Hjónaefni þurfa að vera lögráða.

  • Fyrri hjúskap þarf að hafa verið lokið með formlegum hætti, með lögskilnaði hafi hjónaefni verið gift áður. Þau sem eru skilin að borði og sæng geta ekki gengið í hjónaband að nýju fyrr en við lögskilnað.

Fylla þarf út hjónavígsluskýrslu og skila ásamt fylgigögnum.

Uppfylli hjónaefni skilyrðin er gefið út könnunarvottorð með áritun á hjónavígsluskýrsluna. Könnunarvottorð kostar 4.800 krónur.

Hjónavígsla þarf að fara fram innan 30 daga frá útgáfu könnunarvottorðs.

Hér má finna allar nánari upplýsingar um hjónaband.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?