Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Skipt búseta barns

Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnalögum sem kveða á um skipta búsetu barna. Lögin öðlast gildi 1. janúar 2022.

Markmið laganna er að stuðla að jafnari stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barns og ákveða að ala það upp saman á tveimur heimilum. Lögin má sjá á vef Alþingis.

Gert ráð fyrir að foreldrar sem óska staðfestingar sýslumanns á samningi um skipta búsetu barns, geti unnið saman í málum er varða barnið.

Ferlið

Gera þarf skriflegan samning um skipta búsetu sem sýslumaður staðfestir. Í slíkum samningi þarf að kveða á um sameiginlega forsjá, virkt samstarf foreldra og sameiginlega ákvarðanatöku.

Þá er vakin athygli á því að til að sýslumaður geti staðfest samning foreldranna, þarf nálægð heimila, þannig að barn geti sótt einn leik- eða grunnskóla, og eigi frjálsan og greiðan aðgang að samfelldu tómstundastarfi og öðrum frístundum frá heimilum beggja foreldra, sem og samkomulag um hvar barn hefur lögheimili og hvar búsetuheimili.

Foreldrar geta óskað eftir staðfestingu sýslumanns á samningi um skipta búsetu eftir gildistöku laganna þann 1. janúar 2022. 

Þjónustuaðili

Sýslu­menn