Fara beint í efnið

Skipt búseta barns

Beiðni um skipta búsetu barns

Málsmeðferð sýslumanns

Upplýsingafundur

Foreldrar sem óska eftir skiptri búsetu panta tíma fyrir upplýsingafund hjá sýslumanni í því umdæmi sem barn býr. Á fundinum verður m.a. fjallað um foreldrasamvinnu, tilhögun búsetu, afstöðu barns, einnig leiðbeint um réttaráhrif samnings um skipta búsetu. Foreldrar undirrita samning sinn um skipta búsetu barns á upplýsingafundi, í viðurvist sýslumanns. Foreldrar sem óska skiptrar búsetu þurfa sameiginlega að leggja slíkt erindi fram hjá sýslumanni. Annað foreldrið getur ekki lagt beiðnina fram.


Frekari gagnaöflun

Sýslumaður getur ákveðið að bjóða barninu viðtal til að tjá sig um málið áður en ákvörðun um staðfestingu samnings er tekin. Þá getur sýslumaður lagt fyrir foreldra að afla ganga eða aflað gagna að eigin frumkvæði ef þörf er á frekari upplýsingum. Sýslumaður getur boðið foreldrum þjónustu sérfræðings í málefnum barna ef til álita kemur að synja um staðfestingu samnings.


Málsmeðferðartími

Ef nægilegar upplýsingar koma fram á upplýsingafundi, geta foreldrar vænst þess að sýslumaður staðfesti samninginn innan fimm virkra daga frá fundinum. Málsmeðferðartími verður lengri ef þörf er frekari gagnaöflunar eða viðtala.


Staðfesting sýslumanns á samningi um skipta búsetu

Samningur foreldra um skipta búsetu tekur gildi þegar sýslumaður staðfestir hann. Staðfestingarskjal er sent foreldrum í pósthólf þeirra á island.is. Sýslumaður tilkynnir Þjóðskrá Íslands um að samningurinn hafi verið staðfestur.


Sýslumaður hafnar að staðfesta samning um skipta búsetu

Ef samningur um skipta búsetu er andstæður hag og þörfum barns eða í andstöðu við lög, synjar sýslumaður um staðfestingu samningsins, með rökstuddum úrskurði. Úrskurður sýslumanns er kæranlegur til dómsmálaráðuneytis innan tveggja mánaða frá dagsetningu hans.

Rafræn samskipti

Öll bréf til foreldra vegna málsins eru send þeim í pósthólf þeirra hjá island.is.

Beiðni um skipta búsetu barns

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15