Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
5. október 2023
Vinnueftirlitið býður nú upp á stafrænt frumnámskeið á pólsku. Námskeiðið veitir bókleg réttindi fyrir minni vinnuvélar. Stafrænu frumnámskeiði var fyrst hleypt af stokkunum á íslensku í maí á þessu ári og á ensku í ágúst.
30. ágúst 2023
Vinnueftirlitið tekur þátt í Iðnaðarsýningunni sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 31. ágúst – 2. september næstkomandi. Sýningin spannar hið víða svið iðnaðar hvort sem horft er til mannvirkja, orku, framleiðslu, hugverka eða grænna lausna.
15. ágúst 2023
Atvinnurekandi skal tilkynna rafrænt til Vinnueftirlitsins öll slys sem leiða til þess að starfsmaður verður óvinnufær í einn eða fleiri daga, umfram þann dag sem slysið varð.
11. júlí 2023
Vinnueftirlitið telur brýnt, í ljósi jarðhræringa á Reykjanesi, að fyrirtæki og stofnanir á svæðinu hugi vel að þróun loftgæða vegna mögulegrar hættu á gasmengun. Á það ekki síst við þar sem vinna fer fram utandyra. Gæta þarf sérstaklega að vindáttum.
27. júní 2023
Vinnueftirlitið býður nú upp á stafræn frumnámskeið fyrir þá sem hyggjast stjórna minni vinnuvélum.
Vinnueftirlitið hefur í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun endurútgefið veggspjald um heita vinnu þar sem farið er yfir varúðarreglur við slíka vinnu.
31. maí 2023
Vinnueftirlitið hvetur atvinnurekendur og starfsfólk til að taka vel á móti ungmennum sem eru að hefja sumarstörf.
5. maí 2023
Vinnueftirlitið býður nú upp á stafræn frumnámskeið fyrir minni vinnuvélar.
27. apríl 2023
Í tilefni af alþjóðadegi vinnuverndar 28. apríl vekur Vinnueftirlitið athygli á mikilvægi þess að starfsfólk gæti að góðri líkamsbeitingu við vinnu. Gildir það um hvaða störf sem er en að þessu sinni er sjónum beint að starfsfólki sem starfar við mannvirkjagerð og hefur stofnunin gefið út þrjú ný veggspjöld því tengt. Eitt fjallar almennt um góða líkamsbeitingu við vinnu í mannvirkjagerð, annað um einhæfa álagsvinnu og þriðja um það að lyfta þungu.
27. mars 2023
Ungt fólk sem er að feta sín fyrstu skref á vinnumarkaði þarf að þekkja hvað einkennir góðan vinnustað þar sem stuðlað er að öryggi, góðri heilsu og vellíðan starfsfólks. Með því að gera ungmenni betur í stakk búin til að gæta að eigin öryggi og vellíðan í starfi stuðlum við að aukinni sjálfbærni á vinnumarkaði.