Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Fræðsla á samfélagsmiðlum í tilefni af evrópsku vinnuverndarvikunni

23. október 2023

Vinnueftirlitið vekur athygli á ýmiskonar fræðsluefni tengt vinnuvernd á samfélagsmiðlum í tilefni af evrópsku vinnuverndarvikunni.

vinnuverndarvika

Evrópska vinnuverndarvikan hófst í dag og stendur út vikuna. Í tilefni hennar er minnt á mikilvægi vinnuverndar með ýmsum hætti vítt og breitt um Evrópu.

Yfirskrift evrópsku vinnuverndarvikunnar næstu þrjú ár er “Safe and healthy work in the digital age” en Vinnueftirlitið hefur ákveðið að útvíkka það í farsæl framtíð í vinnuvernd. Stofnunin mun þessa viku vekja athygli á ýmsu fræðsluefni á samfélagsmiðlum.

Má þar nefna tengt einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað, vinnuslysum, öryggi við skurðgröft, heitri vinnu og líkamsbeitingu við vinnu.