Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Vinnueftirlitið hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar annað árið í röð

12. október 2023

Vinnueftirlitið hlaut í dag viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023 og er það annað árið í röð sem stofnunin hlýtur þann heiður.

jafnvægisverðlaun

Vinnueftirlitið hlaut í dag viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023 og er það annað árið í röð sem stofnunin hlýtur þann heiður.

Viðurkenningin er veitt fyrirtækjum, sveitarfélögum og opinberum aðilum sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar í að minnsta kosti 40/60. Hana hlutu alls 89 að þessu sinni. 56 fyrirtæki, 11 sveitarfélög og 22 stofnanir.

Jafnvægisvoginni var komið á fót árið 2017. Eitt af meginmarkmiðum hennar er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Á þeim árum sem liðin eru frá stofnun hennar hafa 281 fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir hlotið viðurkenningu.

„Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu enda trúum við hjá Vinnueftirlitinu því að fjölbreytileiki og inngilding á vinnustöðum stuðli að vellíðan starfsfólks og hafi jákvæð áhrif á árangur,“ segir Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins.

Vinnueftirlitið

Hafðu samband

Sími: 550 4600

Netfang: vinnueftirlit@ver.is

Afgreiðslu­tími þjón­ustu­vers

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Kennitala

420181-0439