Þessi frétt er meira en árs gömul
Vinnueftirlitið á öryggisráðstefnu Landsbjargar
5. október 2023
Vinnueftirlitið tekur þátt í öryggisráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, EU Safety 2023, sem hófst í dag. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi vinnuverndar, leiðbeina um öryggi og vellíðan á vinnustöðum og svara spurningum gesta og gangandi.


Ráðstefnan stendur yfir í dag, fimmtudaginn 5. október, og á morgun, föstudaginn 6. október.
Öll velkomin