Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur nú falið Miðstöð menntunar og skólaþjónustu að sjá um vistun, uppfærslu og umsjón með rafrænum handbókum sem fjalla um öryggi og velferð barna í leik- og grunnskólum. Þessar handbækur veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og stuðning við gerð öryggishandbóka, öryggisáætlana og viðbragðsáætlana fyrir leikskóla.