Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Vitundarvefurinn opnaður

7. nóvember 2025

Nýlega opnaði Vitundarvefurinn sem er samstarfs- og þróunarverkefni allra grunnskóla í Kópavogi og grunnskóladeildar Kópavogsbæjar, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Langholtsskóla og Common Sense Education.

Á vefnum er námsefni og tenglar í efni sem hægt er að styðjast við í kennslu. Menntun í stafrænni borgaravitund miðar að því að styrkja börn og ungmenni með því að kenna þeim þá hæfni og þekkingu sem þau þurfa til að læra og taka virkan þátt í hinu stafræna samfélagi nútímans. Námsefnið, sem byggist á sex meginstoðum, er ætlað 1.-10. bekk grunnskóla og er þýtt frá Common Sense Education:

  1. Jafnvægi í stafrænni notkun og vellíðan (e. Media balance & well-being)
    Nemendur kanna hvernig stafrænt líf þeirra getur haft áhrif á líðan og sambönd og hvernig þau læra að halda jafnvægi á stafrænum miðlum í daglegu lífi.

  2. Friðhelgi og öryggi (e. Privacy & security)
    Nemendur læra hvernig á að vernda persónuupplýsingar á netinu og öðlast dýpri skilning á persónuverndarréttindum sínum bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum.

  3. Stafrænt fótspor og auðkenni (e. Digital footprint & identity)
    Nemendur íhuga kosti og galla við að deila upplýsingum á netinu og kanna hvernig stafræn persóna getur haft áhrif á sjálfsmynd þeirra, orðspor og sambönd.

  4. Sambönd og samskipti (e. Relationship & communication)
    Nemendur fræðast um hvernig hægt er að byggja upp jákvæð tengsl á netinu og læra að skilja hvernig mismunandi miðlar geta hentað mismunandi viðfangsefnum og samskiptum.

  5. Neteinelti, stafræn vanlíðan og hatursorðræða (e. Cyberbullying, digital drama & hate speech)
    Nemendur læra að takast á við neteinelti og hatursorðræðu og læra að þekkja áhrif þess á líðan með því að byggja upp jákvæð og styðjandi samskipti.

  6. Frétta og miðlalæsi (e. News & media literacy)
    Nemendur læra aðferðir til að þekkja trúverðugar og áreiðanlegar upplýsingaveitur. Þeir læra að taka ábyrgð sem ábyrgir neytendur, bæði þegar kemur að því að lesa og læra en líka þegar kemur að því að búa til og skapa.


Námsefnið inniheldur glærur, verkefnablöð, myndbönd og kennsluleiðbeiningar (klb). Það nýtist best ef kennarar kynna sér innihald kennsluleiðbeininga vandlega til að innihaldið skili sér sem best.

Kennarar geta tekið afrit af skjölum að vild, tekið út/bætt við glærum og breytt vinnublöðum þar sem námsefnið er annaðhvort í Google Slides eða Google Docs. Verkefnablöðin eru bæði á rafrænu formi og útprentanleg til dreifingar.

Athugið! Námsefnið er lifandi og því þurfa kennarar að ganga úr skugga um að þeir séu að vinna með nýjustu útgáfu hverju sinni.

Námsefnið er amerískt að uppruna en hefur verið staðfært að íslensku skólakerfi.

www.vitundin.is

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@midstodmenntunar.is
Póstlistaskráning

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga:
09:00 - 15:00
Föstudaga: 09:00 - 12:00

Heim­il­is­fang

Víkurhvarf 3
203 Kópavogur

Kennitala: 660124-1280