Fréttatilkynning vegna PALS
29. október 2025
Á dögunum fengum við góðan gest í heimsókn sem jafnframt kom færandi hendi. Hulda Karen Daníelsdóttir, sem hefur meðal annars unnið ötullega að málefnum barna með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn, færði miðstöðinni að gjöf SÍSL vefinn sem inniheldur meðal annars lestrarkennslu- og þjálfunarefnið K-PALS, G-PALS og PALS fyrir nemendur í 2.-6. bekk.

Efnið hefur reynst mjög vel í lestrarkennslu fyrir breiðan hóp nemenda og hafa margir skólar þegar tekið upp PALS sem hluta af sinni lestrarkennslu. Á vefnum eru einnig rafræn námskeið fyrir áhugasama kennara sem vilja kynnast aðferðinni eða rifja hana upp. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu færir Huldu Karen innilegar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.